Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

Kjartan

Hann stökk eiginlega í fullum herklæðum (eins og Pallas Aþena forðum) inn í fjölskylduna, því hann fylgdi Steinu þegar hún kom í fjölskylduna á árinu 1982.
Glaðvær og hress – og bókaormur eins og mamma og með mikla námshæfileika, og á “bara” eftir að klára ritgerðina til að ljúka viðskiptafræðinni – og er alveg að fara af stað í það.
Hann fór í gegnum gelgjuskeiðið spilandi bárujárnsrokk, en slapp að mestu óskaddaður frá því.  Hann stundaði landbúnaðarstörf eitt sumar, og mátti heita heppinn að sleppa lifandi frá þeirri reynslu.
Ástarsorg sleit í sundur hjá honum námið, hann fór í útlegð til Saudi Arabíu sem flugfreyja, fann þar sína heittelskuðu – og íslensku (yfir lækinn að sækja vatn?) – Maríönnu sem hann seinna giftist.
Þau búa nú í Birkigrund 39, Kópavogi, og eiga tvíburana Emmu og Óliver og svo Nínu.

Leave a Reply