Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

08 – Skoda 130GL – E-línan

Þessi var sýningarbíll hjá okkur, einnig notaður í sjónvarpsauglýsingar eins og sjá má hér neðar.

Við þvældumst víða á honum með tjaldvagn í eftirdragi, m.a. austur í land og heilsuðum upp á tengdaforeldra Gísla Stefáns, bróður Rannveigar, í Geithellnahreppi. Við fórum líka á Vestfirði, kíktum m.a. við á Flateyri þar sem ég náði mynd af Guðmundi Kristjánssyni sem seldi okkur Sævari 1934 Victoria.

Síðan rann hann upp í fyrsta Alfa Romeo bílinn, rauðan Alfa Romeo Alfasud ti.

https://photos.app.goo.gl/wUg2JjqhdRX1U3ft8