Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

03 – ljósmyndadellan

Ljósmyndadellan gerði vart við sig um fermingu, og um það leyti kom ég mér upp framköllunaraðstöðu uppi á lofti í Grundó. Þar var ég með stækkara, nokkra bakka, framköllunarvökva og fixer. M.a. var ég að framkalla gamlar filmur úr safni pabba ofl.

Bibbi átti fína myndavél, Voigtlander minnir mig, og honum að þakka að til eru myndir af mér, og myndir t.d. þegar 34 Victoria kom í bæinn. Kodak Instamatic var til á fyrstu búskaparárunum, en ekki fyrr en ég var farinn að vinna í Tékkneska bifreiðaumboðinu/Jöfur að ég fékk mér betri myndavél. Seinna kom ég mér upp Canon vél og átti all margar linsur og síur á þá vél. Sú vél er í eigu Adda í dag.

Flestar myndir voru (því miður) af bílum, t.d. í USA ferðum, en sem betur fer sitt hvað til af myndum af fjölskyldunni.

Hér neðar eru hlekkir á ýmis vefsvæði, þau nýjustu sýna æfingar með gervigreindar forrit í myndvinnslu.

https://photos.app.goo.gl/zmdr17T8fAVyDYyJ6

https://photos.app.goo.gl/Gxf4Kk7m32Nap2n58

https://photos.app.goo.gl/qYEkSWwtohR6w6jk8