Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

11 – 1979 Dodge Ramcharger

Mig minnir að þessi hafi verið á lagernum í tolli þegar við tókum Chrysler yfir, ásamt öðrum 79 Ramcharger, sá var tvílitur grænn.
Ragnar ákvað að við skyldum draga, hann “tapaði”, og fékk þann græna. Sá var með 318 vél, en að öðru leyti eins útbúinn.
Minn var með 360 og QuadraTrack sídrifi. Ég held að enginn minna bíla hafi verið jafn eyðslufrekur og þessi.