Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

3 – 1964 Thunderbird

https://photos.app.goo.gl/iDhoQnbKB5GgS4zL6

Ég hafði verið hrifinn af línunum í 64 Thunderbird alveg frá því hann var fyst kynntur, ekki síst afturljósunum og hvað þá aftursætinu sem er hálfgerður hringsófi.
Guðmundur Bjarnason, einn af mínum vinum og starfsmönnum, átti þennan 64 Thunderbird sem var svartur upphaflega. Guðmundur hafði ekki góða geymslu fyrir hann, og var komið ryð efst í hurðirnar á honum. Guðmundur hafði áhyggjur, og leitaði til mín, og svo fór að ég keypti bílinn. Ég lét sjóða í hurðarnar, og endaði með því að breyta á honum litnum, og varð hann gulllitaður. Líklega breytti ég litnum til að gera hann meira að “mínum” bíl.
Ég gerði ekki mikið annað fyrir hann, utan að hafa hann í betri geymslu og kaupa yfirbreiðslu yfir hann, eins og hina gömlu bílana.
Í kreppunni þurfti hann að víkja, eins og aðrir, og var seldur frænda mínum, syni Láru Gísladóttur, en Lára er dóttir Laugu, systur mömmu.
Árið 2020 var Binni Gísli á ferð um landið og skoðaði þennan á bílasafni skammt frá Hofsósi þar sem hann var þá.