Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

07 – Skoda 110R Pardus

Þennan fékk ég nýjan “úr kassanum” (þó einu bílarnir sem ég man eftir að hafi verið fluttir til landsins í kassa á þessum tíma hafi verið hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum). Ég keypti á hann grind á skottið sem þótti algjört æði á þeim tíma, og svo setti ég 15 tommu VW felgur undir hann, en þeir komu á 13 tommu felgum. Ég málaði svartar miðjurnar og sett svo á þær krómtape sem ég fékk í KMK sem seinna varð Vörumerking. Sum atriði komu mér á óvart í þessum fyrsta Skoda sem ég hef átt, t.d. rúðuþurrkur með “letingja” (intermittent wipers) og ég man líka hvað aðalljósin lýstu vel, og hvað þá þegar kveikt var á aukaljósum.

https://photos.app.goo.gl/t64JsP1HDNtQfugb8