Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

09 – Alfa Romeo Alfasud ti

Þessi var á frumsýningu Alfa Romeo eftir að Jöfur fékk umboðið, skömmu eftir að ég byrjaði.

Frumsýningin var haldin í Kristalssal Hótel Loftleiða, og þurfti að taka glugga á suðurveggnum, og bílarnir á sliskjum inn í salinn.
Gunnar Gunnarsson sá um auglýsingar fyrir Jöfur á þessum tíma, og hann áleit að þetta væri eini frambærilegi staðurinn fyrir kynninguna.
Ef ég man rétt voru fjórir bílar á sýningunni, tveir Alfa Romeo GTV, einn Alfa Romeo Alfetta og svo þessi.
Ragnar fékk Alfetta bílinn, Óli Friðþjófs silfurgráan GTV og Svavar Egilsson rauðan GTV. Þessir þrír voru á þessum tíma aðaleigendur Jöfurs.
Ég fékk þennan rauða Alfasud ti, og Steinunn Rannveig Magnúsdóttir, eiginkona Ragnars, fékk bláan Alfasud, fjögurra dyra.

https://photos.app.goo.gl/TgattPDEF2WhR4xr5