Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

05 – bíladellan

Bíladelluna má segja að ég hafi erft frá föðurættinni, frekar en úr móðurætt. Afi átti 1929 Chevrolet um það leyti sem ég fyrst man eftir mér á “Holtinu” og ég man að ég neitaði fara með mömmu í Strætó, vildi bara fara í afa bíl. Þegar pabbi eignaðist svo sinn fyrsta bíl, fannst mér ekkert að því að ferðast með honum. Þó man ég að ekki þurfti að fara langt til þess að ég yrði bílveikur, og þurfti að fara út að æla.

Sumir telja bíladellu böl,aðrir blessun. Í mínu tilfelli reyndist hún bæði böl og blessun.