Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

04 – 62 Opel Rekord

Eftir að ég fór að vinna hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar var talsvert erfitt hjá okkur Rannveigu fjárhagslega. Ég hafði haft ágætislaun sem bílstjóri hjá Trésmíðastofu Reykjavíkur (á vegum Vélamiðstöðvar Reykjavíkur sem átti Benz kálfinn sem ég keyrði), mest vegna yfirvinnu”stubba”. Ég hékk á 58 Fordinum, en lagði honum yfir vetur. Síðan seldi ég hann (Sverri bróður) og keypti þennan Opel, þann fyrsta af þremur. Hann var með X númeri og var á bílasölu sem var í grennd við Hafnarbíó sem var neðst við Barónsstíg.