Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

5 – 1968 Cadillac Eldorado

Svipuð staða og ég var í gagnvart Guðmundi Bjarnasyni og 64 Thunderbird kom upp í tengslum við 68 Cadillac Eldorado. Hinrik Thorarensen, einn virkasti Fornbílaklúbbsmaðurinn á þessum tíma átti hann, og vildi koma honum í betri hendur.

Þeir eru framdrifnir með 472 ci vél, hörkukraftmikill og einhvern tíma hafði þetta verið lúxus græja. Hann hafði tapað ýmsum Cadillac fínheitum þegar ég fékk hann, en samt gaman að keyra hann.

Ég dundaði sitthvað í honum, fékk augun (framljósalokurnar) til að opnast og lokast ofl., endaði svo á að láta mála hann silfurgráan. Svipað sjónarmið og gagnvart 64 Thunderbird, reyna að gera hann meira að mínum bíl.

Honum var fórnað eins og öllum hinum þegar kreppti að.

68 Cadillac Eldorado