Eyjólfur Brynjólfsson

Myndir og myndbönd úr safninu mínu

Binni

Hann er yngsta barnið okkar Rannveigar, fæddur 15. júlí 1972.  Ég ætlaði að vera viðstaddur og keyrði Rannveigu upp á fæðingarheimilið, hún var leidd afsíðis til undirbúnings, en hann beið ekkert eftir mér, var mættur á svæðið áður en tókst að sækja mig.
Hann erfði skopskynið úr móðurættinni, sér gjarna spaugilegu hliðina á tilverunni.
Ekki sýndi hann frekar en ég neinn sérstakan dugnað í grunnskóla, en fór til Noregs eftir líffræðinám, og er búinn að læra svo mikið núna, að það dugar fyrir þrjá venjulega menn.
Hann var kominn með Pálínu inn á heimilið hjá okkur strax og hún var búin með sjö ára bekkinn – eða næstum því – og þau eiga núna þrjá kraftmikla gutta Eyjólf Brynjar, Bjarka Dag og Marías Bergsvein. Sandra Bassí fæddist svo eftir að þau fluttu til Íslands.
Þau bjuggu fyrst í Bergen, og svo í Álasundi, en fluttu aftur til Íslands 30. júní 2006.

Leave a Reply